Bresku dýraverndarsamtökin RSPB og RSPCA hvetja garðeigendur til að dreifa soðnum kartöflum í görðum sínum því þær koma sér vel fyrir fuglana. Það sama á við um soðin hrísgrjón og pasta. Allt eru þetta góðar orkuuppsprettur fyrir fugla.
Ef þú vilt hjálpa fuglunum þá getur rifinn ostur og beikon, svo lengi sem þetta er ósaltað, gert góða hluti fyrir fuglana.
RSPCA segir að fuglar elski að borða fræ og korn af ýmsu tagi en matarleifar á borð við soðið pasta, hrísgrjón og kartöflur, eða rifinn ostur og hrá, ósöltuð beikonfita henti einnig vel fyrir þá.