fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 16:30

Vilhelm beitti fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar sem var dæmdur fyrir nauðgun og ítrekuð húsbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Vilhelm var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra 31. janúar árið 2024. Í dómi Landsréttar þann 12. desember síðastliðinn voru bætur konunnar hækkaðar úr 2 milljónum króna í 3 milljónir.

Í tvígang fór hann óboðinn inn á heimili konunnar og beitti hana ofbeldi. Einnig hafði hann í hótunum við hana.

Vilhelm neitaði sök og sagði um dæmigerðar „haltu mér, slepptu mér“ kærustuerjur að ræða. En á meðal gagna í málinu var efni úr öryggismyndavél á heimili konunnar sem var talið vega þungt gegn honum.

Sjá einnig:

Vilhelm fær fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og húsbrot – „Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti“

Vilhelm óskaði eftir því að Hæstiréttur tæki málið fyrir og bar fyrir sig að ekki hefði reynt á sönnunargildi gagna úr upptökubúnaðinum. Taldi hann Landsrétt hafa byggt sakfellingu hans á huglægu mati.

Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og hafnaði því að taka málið fyrir. Taldi rétturinn að málið lúti ekki að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur