fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Pressan
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 67 ára gamla Shirley Obert var á ferð í Monroe-sýslu í Georgíuríki snemma á laugardag þegar hún missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á tré utan vegar.

Shirley hafði samband við eiginmann sinn sem hugðist koma á vettvang og sækja hana. Shirley var hins vegar hverfi sjáanleg þegar hann kom á staðinn og hafði hann því samband við neyðarlínuna í kjölfarið.

Lögregla grennslaðist fyrir um Shirley en allt kom fyrir ekki. Leitarhópar voru ræstir út með sérþjálfaða leitarhunda og þá var þyrla send í loftið. Það var svo á sunnudag að lík Shirley fannst skammt frá bifreiðinni ofan í gömlum og þornuðum brunni.

Lögregla telur að Shirley hafi látist af sárum sínum eftir að hafa dottið ofan í brunninn sem er um níu metra djúpur. Brunnurinn var um 20 til 30 metrum frá bifreið Shirley og hafði hann farið fram hjá leitarmönnum á vettvangi.

Telur lögregla að Shirley hafi verið að freista þess að komast út úr skóglendinu sem bíllinn var í þegar hún féll í brunninn. Var brunnurinn býsna vel falinn vegna gróðurs.

„Hann var opinn og ég er viss um að það eru nokkur hundruð svona brunnar bara í Monroe-sýslu og eflaust nokkur þúsund í Georgíuríki,“ segir Brad Freeman, lögreglustjóri í sýslunni, í viðtali við bandaríska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum