Nott. Forest 1 – 0 Manchester United
1-0 Anthony Elanga(‘5)
Nottingham Forest hafði betur gegn Manchester United í kvöld og er ansi líklegt í að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Forest er með 57 stig eftir sigurinn og situr í þriðja sæti, níu stigum á undan Manchester City sem er í því fimmta.
Anthony Elanga, fyrrum leikmaður United, skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur.
United er með 37 stig í 13. sætinu og getur í raun sagt bless við alla Evrópubaráttu á þessum tímapunkti.