Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í níu stig í kvöld er liðið mætti Fulham.
Arsenal hafði betur 2-1 á heimavelli þar sem Bukayo Saka sneri aftur og skoraði annað markið í sigrinum.
Rodrigo Muniz gerði leikinn nokkuð spennandi í uppbótartíma er hann minnkaði muninn fyrir gestina sem komust þó ekki lengra og lokatölur 2-1.
Liverpool er með 70 stig á toppnum og á leik til góða gegn Everton á morgunog verður að teljast líklegt að sá leikur vinnist.
Wolves mætti West Ham á sama tíma og er nú 12 stigum frá fallsæti eftir að hafa unnið 1-0 heimasigur.
Arsenal 2 – 0 Fulham
1-0 Mikel Merino(’37)
2-0 Bukayo Saka(’73)
2-1 Rodrigo Muniz(’94)
Wolves 1 – 0 West Ham
1-0 Jorgen Strand Larsen(’21)