Manchester United er sannfært um það að félagið geti fengið góða summu fyrir vængmanninn Antony næsta sumar.
Antony virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford en hann hefur alls ekki staðist væntingar í Manchester hingað til.
United ákvað að lána leikmanninn til Real Betis í janúar og þar hefur Brasilíumaðurinn slegið í gegn og staðið sig virkilega vel.
Samkvæmt I paper þá telur United að félag muni borga 40 milljónir punda fyrir Antony í sumar en hann kostaði 82 milljónir árið 2022.
Útlit er fyrir að United muni ekki vilja halda Antony hjá félaginu næsta vetur og gerir sér vonir um að fá 40 milljónir fyrir hans þjónustu.
Fyrr á tímabilinu var talað um að Antony yrði seldur fyrir 25 milljónir punda en eftir góða frammistöðu á Spáni hefur sá verðmiði hækkað.