fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann er grunaður um að hafa banað minnst 7 konum á árunum 1993-2011. Margir óttast að fórnarlömbin séu enn fleiri. Á mánudag voru frumsýndir á Netflix heimildarþættir um morðin sem kallast Gone Girls: The Long Island Serial Killer. Þar er rætt við fólk sem þekkti Rex Heuermann áður en hann var handtekinn. Rætt var við fjölskyldumeðlimi, kunningja, nágranna og fyrrverandi samstarfsmann.

Málið hefur vakið sérstaka athygli hér á landi þar sem eiginkona Heuermann, Ása Guðbjörg Ellerup, er af íslenskum ættum. Kjörforeldrar hennar voru fædd og uppalin á Íslandi en fluttu síðar til Bandaríkjanna með dætur sínar tvær, sem báðar eru ættleiddar en eiga sömu íslensku kynmóðurina.

Nágranni hafði illan bifur á Rex

Fyrrum nágranni Heuermann heitir Etienne De Villiers. Hann hafði illan bifur á Heuermann og kom það honum ekkert á óvart þegar lögreglan mætti á svæðið. Honum fannst það þó engu að síður óhugnanleg tilhugsun að hafa sennilega búið í þrjá áratugi við hliðina á raðmorðingja. „Ég hugsaði: Guð minn almáttugur. Ég hef búið við hliðina á þessu í 28 ár. Einhver úr hverfinu, sem þekkir hann vel, kom til mín og spurði: Hvað er í gangi? Ég sagði: Þeir eru búnir að ná Gilgo-morðingjanum. Fyrsta nafnið sem hann nafndi var nafn Heuermanns.“

Etienne rifjar það upp að Heuermann hafi vakið óhug í hverfinu. Hann sé tröllvaxinn og hús hans hafi verið í mikilli niðurníslu í annars fínu hverfi. Krakkarnir í hverfinu hafi sérstaklega forðast húsið á hrekkjavökuhátíðinni.

Var hægri hönd Heuermann

Fyrrum vinnufélagi Heuermann er Muriel Henriquez en hún hafði unnið með Heuermann í sex ár þegar hann var handtekinn. „Ég var svona eiginlega hans hægri hönd. Maður hugsar bara til baka um öll skiptin sem ég var ein með honum öll þessi ár. Ég fæ bara hroll. Við fórum saman á fundi og keyrðum svo saman til baka á skrifstofuna.“

Muriel segir að Heuermann hafi stundum talað um tímabil þar sem hann starfaði sem landvörður. Hann hafi þekkt skóglendi og afskekkta staði Long Island mjög vel. Muriel rifjar líka upp atvik sem henni þótti furðulegt.

„Vinkona mín Katrín, sem er innanhússhönnuður, fór einu sinni heim til hans til að mæla húsnæðið. Hún segir að þegar hún kom niður í kjallarann hafi Heuermann staðið fyrir hurðinni og hleypti henni ekki inn.“

Heuermann hafi afsakað sig og sagt að þetta væri eina herbergið sem hönnuðurinn mætti ekki mæla. Þarna geymdi hann nefnilega byssurnar sínar.

Elskaður af stórfjölskyldunni

Ein kona ræddi við framleiðendur heimildaþáttanna og notaði bara fornafn sitt, Margrét. Hún segist vera eiginkona frænda meinta morðingjans. Hún segir að fjölskyldan sé í áfalli.

„Frændurnir fengu bara áfall og trúðu þessu ekki. Það er erfitt að sætta sig við að hann hafi getað falið sig svona vel. Hann var enginn utangarðsmaður í fjölskyldunni. Hann skipulagði fjölskyldusamkomurnar og við kölluðum hann „Elsku Rex“.“

Margrét segist þó hafa heyrt sögur um barnæsku Heuermann. Þar hafi hann átt til að taka bræðisköst. Eins hafði hún heyrt að faðir Heuermann hafi beitt son sinn ofbeldi. „Það var eins og ganga á þunnum ís að vera í kringum föður hans. Maður vildi ekki stuða hann,“ sagði Margrét og tók fram að eiginmaður hennar hafi fengið hroll þegar hann kom í heimsókn til Heuermann á heimili hans og Ásu Guðbjargar. Engu hafi verið breytt þar síðan Rex var barn. Allt var eins. Þetta var eins og að ferðast aftur í tíma.

Æskuvinurinn sá hrottalegt einelti

Eins var rætt við æskuvin Rex, John Parisi. Parisi segir að Heuermann hafi verið hljótlátur krakki og lítið hafi farið fyrir honum. „Hann var næstum því of hljóðlátur. Hann var gríðarlega innhverfur. Hann var lagður í einelti og hrottarnir börðu hann. Hann barði aldrei á móti, hann lét þetta bara yfir sig ganga. Faðir hans var mjög harður við hann, stöðugt að öskra og hrópa á Rex.“

Heuermann var handtekinn sumarið 2023 og hefur síðan verið ákærður fyrir sjö morð, þar með talið morðin á Megan Waterman, Melissa Barthelemy, Amber Costello og Maureen Brainard-Barnes. Þetta voru borð sem höfðu verið óleyst í rúman áratug en allar fundust konurnar látnar við Gilgo-ströndina á Long Island. Þær voru kallaðar Gilgo-kvartetinn enda lá fyrir þegar þær fundust að þeim hafði verið banað með svipuðum hætti og lík þeirra falin á sama stað. Þar með væru líkur á því að þær hefðu verið myrtar af sama manninum. Eins hefur Heuermann verið ákærður fyrir morð Valerie Mack og Jessica Taylor. Þær fundust á svæði Long Island sem kallast Manorville og lengi var talið að þar væri annar raðmorðingi að athafna sig sem fékk viðurnefnið Manorville-slátrarinn. Loks hefur hann verið ákærður fyrir morðið á Sandra Costilla en hún fannst látin í skóglendi í austurhluta Long Island árið 1993.

Rannsókn málsins hófst tæknilega árið 2010. Þá hafði ung stúlka sem starfaði við vændi horfið við Gilgo-ströndina. Upp hófst mikil leit sem endaði með því að líkamsleifar 10 einstaklinga. Þar af voru það Gilgo-kvartetinn, útlimi af líki Jessica Taylor og hluta af líki Valerie Mack. Eins fannst asískur karlmaður í kvenmannsfötum, ung kona og ungt barn hennar sem ekki hefur tekist að bera kennsl á og loks Shannan Gilbert – stúlkan sem leitað var að. Lögregla telur ljóst að saknæm háttsemi eigi við öll málin nema í tilfelli Gilbert, en hún er talin hafa látist af slysförum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar