fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 17:30

Þá er bara að fá sér gulrætur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulrætur eru eflaust oft til á mörgum heimilum en þær hafa þá leiðinlegu tilhneigingu að verða mjúkar, þurrar eða að mygla ef þær eru ekki geymdar á réttan hátt. En með einföldu ráði er hægt að halda gulrótum fersku og stökkum mánuðum saman.

Ef kálið er enn á þeim, þá skaltu skera það strax af því það dregur raka í sig úr gulrótinni sem veldur því að hún verður fljótt slöpp.

Ef þú vilt halda gulrótunum stökkum vikum saman, þá er hægt að setja þær í loftþétt ílát með köldu vatni og inn í ísskáp. Það þarf að skipta um vatn á fimm til sex daga fresti til að lengja tímann sem gulræturnar eru ferskar.

Það er líka hægt að pakka þeim inn í rakt viskastykki og setja ofan í grænmetisskúffuna. Með þessari aðferð er hægt að halda þeim ferskum í allt að sex mánuði. Mundu bara að bleyta viskastykkið reglulega.

Það er líka hægt að geyma þær í plastpoka en það þurfa að vera lítil göt á honum til að koma í veg fyrir að raki safnist í hann.

Ávextir á borð við epli, banana og tómata eru ekki góðir nágrannar fyrir gulrætur. Þessir ávextir senda etýlen frá sér en það lætur gulræturnar eldast og rotna hraðar en ella.

Síðast en ekki síst – Það er hægt að frysta gulrætur. Skerðu þær í sneiðar, settu þær í sjóðandi vatn í smá stund og frystu síðan. Þá áttu alltaf ferskar gulrætur í matseldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Í gær

Varpa fram óhugnanlegri kenningu vegna morðs á vísindamanni

Varpa fram óhugnanlegri kenningu vegna morðs á vísindamanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil