fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem framdi skemmdarverk á Teslu-bifreið ókunnugs manns var handtekinn af lögreglu og kærður vegna málsins. Atvikið átti sér stað á bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöð Planet Fitness í Pennsylvaníu á dögunum.

Eigandi bifreiðarinnar tók eftir því þegar hann kom heim að búið var að setja hakakrossinn á aðra hlið bílsins. Virðist viðkomandi hafa notað lykil við verknaðinn.

Eigandi bílsins fór í myndavélakerfi hans og sá þá hvar bifreið var lagt við hlið hans á bílastæði líkamsræktarstöðvarinnar. Úr bílnum steig út maður og var hann býsna laumulegur á meðan hann merkti bílinn.

Eigandinn hafði samband við líkamsræktarstöðina og var með auðveldum hætti hægt að bera kennsl á skemmdarvarginn. Í ljós kom að hann heitir Chadd Ritenbaugh og er 55 ára gamall.

Myndband af því þegar eigandi bílsins mætir á vettvang til að ræða við Chadd hefur verið birt á fréttamiðlum vestan hafs. Á myndbandinu sést þegar Chadd virðist fullur iðrunar og neitar því til að byrja með að hafa notað lykil. „Þetta var litur, ég næ þessu af með tusku,“ segir hann.

Tónninn breytist þegar hann fær upplýsingar um að bíllinn sé í höndum lögreglunnar sem vinni að því að taka fingraför af henni. Bendir eigandinn honum á að hann sjáist nota lykil í upptökunni.

„Mér þykir þetta leiðinlegt og ég biðst afsökunar. Ég hef ekkert á móti bílnum þínum eða þér. Augljóslega hef ég ýmislegt á móti Elon Musk en þetta var ekki rétta leiðin til að sýna það.“

Chadd var handtekinn skömmu síðar og kærður fyrir skemmdarverkið.

Borið hefur á skemmdarverkum í Bandaríkjunum á Tesla-bifreiðum í eigu venjulegs fólks sem situr oftar en ekki uppi með kostnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar