fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 18:30

Sigurjón bendir á að stór hluti aflans fari óunnin úr landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir það hálfógeðfellt að fylgjast með baráttuaðferðum útgerðarmanna gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hótað sé að eyðileggja hráefni.

„Hvers á fiskverkafólk og sjómenn að gjalda?“ spyr Sigurjón í færslu á samfélagsmiðlum. „Á köflum getur það verið hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra sem hafa nú tímabundinn rétt til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmann til eins árs í senn.  Ef eitthvað á að hnika við kvótakerfinu á borð við að leyfa takmarkaðar strandveiðar eða að láta raunverðmæti afla ráða við ákvörðun á skattstofni veiðigjalda, en ekki eitthvað málamyndaverð, þá er strax hlaupið upp og haft í hótunum. Það er hótað að segja upp kjarasamningum, loka fiskvinnslum og uppsögnum.“

Vísar hann til fréttar mbl.is þar sem sagt er að tilvist Lýsis sé alvarlega ógnað vegna hækkunar veiðigjalda.

„Handhafar veiðiheimildanna hafa á síðasta áratug fækkað starfsfólki í fiskvinnslum gríðarlega á annað þúsund manns og lokað vinnslum m.a. á Seyðisfirði með skömmum fyrirvara. Alls ekki er það aðeins vegna tækninýjunga – alls ekki,“ segir Sigurjón.

Ástæðan sé fyrst og fremst sú að fiskur sé í meira magni fluttur óunnin úr landi. Þriðja hver ýsa fari óunnin úr landi, 2 af hverjum 5 körfum og 7 af hverjum 10 steinbítum.

„Það má reikna með að gert sé upp við sjómenn og hafnarsjóði á verði sem er langt undir raunvirði í framangreindum tegundum en samt er fiskurinn sendur óunninn úr landi og jafnvel seldur í gegnum skúffusölufélög,“ segir Sigurjón. „Það er jafnvel gengið svo langt að haft er í hótunum um að eyðileggja hráefni, þ.e. að hætta að slægja þorsk og taka upp á þeirri nýbreytni að flytja hann óslægðan úr landi. Þessi viðbrögð undirstrika nauðsyn þess að aðskilja veiðar og vinnslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú