fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 10:52

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir Oliver Ekroth, varnarmann Víkings, hafa komist upp með að vera of grófur í íslenska boltanum undanfarin ár.

Kristján ræddi þetta í Þungavigtinni eftir æfingaleik Víkings og KR á dögunum, en hann segir dómara hér á landi ekki taka nógu hart á Svíanum.

Mynd: Ernir

„Oliver Ekroth breytist seint, mesti hrottinn í deildinni,“ sagði Kristján og var beðinn um að útskýra sitt mál.

„Hann gengur eins langt og dómararnir leyfa og þeir leyfa honum að ganga allt of langt. Þá heldur hann því áfram þar til það verður stoppað,“ sagði hann enn fremur.

Ekroth gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið 2022. Þess má geta að hann var í sæti númer 132-144 sem gerðust brotlegir í augum dómara Bestu deildarinnar í fyrra samkvæmt tölfræði Fotmob.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svaraði blaðamanninum fullum hálsi: ,,Segðu mér hvaða leikmaður? Gefðu mér nöfn“

Svaraði blaðamanninum fullum hálsi: ,,Segðu mér hvaða leikmaður? Gefðu mér nöfn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig slapp hann við rautt spjald gegn Liverpool í kvöld? – Sjáðu stórhættulegt brot

Hvernig slapp hann við rautt spjald gegn Liverpool í kvöld? – Sjáðu stórhættulegt brot