fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 22:30

Maðurinn gleypti skartið. Mynd/Lögreglan í Orlando

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Flórída hefur endurheimt fjóra demantseyrnalokka sem stolið var frá Tiffany & Co fyrir skemmstu. Þjófurinn hafði gleypt demantana og sáust þeir með röntgenmynd.

Fréttastofan Sky News greinir frá þessu.

Þjófurinn bíræfni sagði starfsfólki skartgripaverslunarinnar, sem staðsett er í Orlando, að hann hefði áhuga á að kaupa fjóra demantseyrnalokka fyrir hönd ónefnds atvinnumanns sem léki með körfuknattleiksliðinu Orlando Magic. Verðmæti eyrnalokkanna er 770 þúsund dollarar, eða rúmlega 102 milljónir króna.

Honum var boðið inn í sérstakt bakherbergi til þess að skoða demantana en eftir skamma dvöl þar greip hann glingrið og olnbogaði sig út úr herberginu. Hann komst í bílinn sinn og náði að bruna burtu en öryggismyndavél í nálægri verslunarmiðstöð náði bílnúmerinu.

Þjófurinn keyrði um 550 kílómetra leið og var kominn í norðvesturhluta fylkisins þegar hann var stöðvaður. Hann var yfirheyrður í aftursæti lögreglubíls og sagði þá: „Ég hefði átt að kasta þeim út um gluggann. Verð ég ákærður fyrir það sem er í maganum á mér?“

Rándýrir eyrnalokkar. Lögreglan í Orlando

Farið var með þjófinn á spítala og tekin röntgen mynd og viti menn þar komu eyrnalokkarnir í ljós. Ekki leið á löngu þar til þeir „skiluðu sér“, voru þvegnir og komið aftur til Tiffany & Co. Það verður heppin dama sem fær að ganga með þessa lokka í framtíðinni. Þjófurinn var ákærður og bíður örlaga sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu