fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Ráðleggja Evrópubúum að birgja sig upp – Óttast neyðarástand

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 03:20

Það þarf að eiga nóg af vatni til að minnsta kosti þriggja daga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið hvetur Evrópubúa til að koma sér upp neyðarbirgðum til þriggja daga. Er átt við mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Ástæðan er að staða heimsmála þykir ansi ótrygg og óvíst hvað gerist í framtíðinni.

ESB segir að allir íbúar ESB-ríkjanna verði að vera undir það búnir að til neyðarástands komi. Um 450 milljónir búa í ESB-ríkjunum.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Hadja Lahbib, sem fer með almannavarnarmálefni í framkvæmdastjórn ESB, hafi sagt að þær ógnir sem steðja að Evrópubúum séu flóknari en nokkru sinni áður og að þær tengist allar.

Hún sagði einnig mikilvægt að fólk sé með nauðsynjar til að minnsta kosti 72 klukkustunda ef neyðarástand kemur upp. Hún sagði að meðal þessara nauðsynja séu matur, vatn, vasaljós, skilríki, lyf og stuttbylgjuútvarp.

Hún sagði einnig að ESB þurfi að koma sér upp „taktískum birgðum“ og verða sér úti um annan mikilvægan búnað, þar á meðal slökkviflugvélar, lækningatækjum, tækjum til orkuframleiðslu og samgangna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“