fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 18:30

Icelandair lét gera könnunina. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti fólks hefur áhyggjur af fölsuðu gervigreindarefni þegar kemur að ferðaþjónustu. Stór hluti hefur einnig áhyggjur af fölsuðum ljósmyndum af ferðamannastöðum.

Þetta kemur fram í könnun sem flugfélagið Icelandair lét gera en fjallað er um hana í flugmiðlinum Airways.

Í könnuninni kemur fram að 78 prósent svarenda hafi áhyggjur af fölsuðum gervigreindar umsögnum um ferðamannastaði, þjónustu og upplifanir. Þá svöruðu 33 prósent því játandi að þeir hefðu áhyggjur af fölsuðum ljósmyndum af ferðamannastöðum.

„Við trúum að alvöru upplifanir, sem ljósmyndarar og fólk á staðnum nær að fanga, nái betur til ferðamanna og hjálpi til við að setja raunhæfar væntingar betur en eitthvað sem gert er með gervigreind,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. „Þó að þessi tækni eigi sannarlega sinn stað í iðnaðnum er mikilvægt að halda í mannlega hluta ferðalaga og hvetja fólk til að skoða hluti sjálft, af því að ekkert getur komið í staðinn fyrir hið raunverulega.“

Á meðal þess sem kemur fram í könnuninni er að aðeins 19 prósent svarenda segjast kaupa ferð ef þeir vita að kynningarefnið er búið til af gervigreind. 48 prósent segja að umsagnir sem hljómi of góðar til að vera sannar séu algerlega gagnslausar. 52 prósent Bandaríkjamanna telja að það ætti að banna gervigreind við markaðssetningu ferðamannastaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“