fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. mars 2025 19:30

Strawson varar við hvað Trump muni gera næst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur prófessor og sérfræðingur í öryggismálum telur að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni snúa sér að Íslandi næst ef að Bandaríkjunum takist að yfirtaka Grænland.

John Strawson, prófessor við Háskólann í Austur-Lundúnum, segir í viðtali við blaðið The Mirror að allt sé mögulegt þegar komi að Donald Trump og alþjóðamálum.

„Ísland gæti orðið átakamál í framtíðinni en ég held aðallega til þess að styrkja varnir á norðurslóðum. En eins og við vitum þá hefur Donald Trump einnig áhuga á nauðsynlegum steinefnum  sem gæti átt þátt í þessu. Með þessa stjórn er allt mögulegt,“ sagði Strawson í viðtalinu.

Sneypuför til Grænlands

Hótanir Trump í garð Grænlendinga og Dana hafa sett allt vestrænt samstarf í uppnám. Hefur Trump neitað að útiloka að nota vopnavald til þess að hernema Grænland.

Nýleg heimsókn varaforsetans J.D. Vance og eiginkonu hans Usha átti að vera til þess að styrkja þessa kröfu Trump. Heimsóknin snerist hins vegar í höndunum á honum þegar í ljós kom að Grænlendingar vildu ekki sjá þetta fólk sem neyddist til að heimsækja aðeins bandaríska herstöð í norðvesturhluta landsins. En búið var að skipuleggja mikil mótmæli við komu Vance hjónanna. Hefur heimsókninni verið lýst sem mikilli sneypuför fyrir Vance og Trump.

Sjá einnig:

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Engu að síður dylst engum að ef Bandaríkjaher myndi ráðast á Grænland væri lítið sem Danir eða Grænlendingar gætu gert í því. En eins og flestir vita hefur hann einnig hótað Kanadamönnum og talað um þá sem fimmtugasta og fyrsta fylkið í óvirðingartón.

Fordæmi fyrir Kínverja

Strawson telur að ef Trump takist að ná Grænlandi undir sig sé Ísland næst á dagskrá. Landfræðileg lega skipti þar miklu máli.

Þrátt fyrir þetta telur Strawson fremur ólíklegt að Trump sendi herlið sitt inn í Grænland. Einkum vegna fordæmisins sem það myndi setja.

„Ég myndi segja að bein árás á Grænland sé ólíkleg þar sem hún myndi setja fordæmi sem Kínverjar myndu nýta sér og líta á sem grænt ljós til þess að ráðast á Tævan,“ sagði Strawson.

Gamall maður að flýta sér

Í grein The Mirror er einnig vitnað í grein David Gauke, fyrrverandi bresks þingmanns, sem sagði enga tilviljun að þetta væri allt að gerast mjög hratt.

„Trump er gamall maður sem er að flýta sér, hann vill festa nafn sitt í sögunni. Að víkka landamærin virðist vera leiðin til þess að gera það, verða eins konar seinni tíma Alexander mikli. En í staðinn fyrir Egyptaland og Persíu lesist Kanada og Grænland,“ sagði Gauke.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin