fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 31. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawlos er sex ára drengur sem býr í bænum Weilburg  í Hessen í Þýskalandi. Ekkert hefur spurst til Pawlos síðan um hádegi þriðjudaginn 25. mars en þá fór hann út af skólalóðinni í grunnskóla bæjarsins. Síðast sást til hans á lestarstöðinni í bænum.

Bild greinir frá.

Skömmu síðar kom fram í dagsljósið myndband sem sýnir dreng sem er nauðalíkur Pawlos og lögregla telur vera hann, standa úti á miðri umferðargötu í bænum, í mikilli bílaumferð, en einhver fullorðinn gengur út á götuna og kemur honum til hjálpar.

Leitin að drengnum hefur breiðst út um allt Þýskaland í formi 13.000 stafrænna auglýsingaskilta sem sett hafa verið upp á lestarstöðvum, við hraðbrautir og á flugvöllum, víðsvegar um landið.

Leitarsveitir með sporhunda hafa leitað mikið að drengnum í Weilburg og nágrenni. Leitin hefur engu skilað fram til þessa.

Lögregla hefur beðið þá sem mögulega verða drengsins varir að tala ekki beint við hann og alls ekki hrópa að honum. Hann er sagður vera mjög hræðslugjarn.

Lögreglu telur ekki að saknæmt athæfi hafi leitt til hvarfs drengsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum