fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Pressan
Mánudaginn 31. mars 2025 14:30

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan telur að lík hins tveggja ára gamla Émile Soleil, sem hvarf frá heimili afa sinnar og ömmu sumarið 2023, hafi verið geymt í frosti þar til skömmu áður en það fannst.

Eins og greint var frá í síðustu viku voru afi og amma drengsins handtekin á heimili sínu fyrir utan frönsku borgina Marseille á dögunum, en auk þess voru tvö börn hjónanna, sem eru í kringum tvítugt, handtekin. Telur lögregla að fjölskyldan hafi myrt litla drenginn.

Sjá einnig: Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman

Émile var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu á sumarleyfisstað fjölskyldunnar í Haut-Vernet þegar hann hvarf. Þetta var í júlí 2023 en líkamsleifar hans fundust svo í mars 2024.

Ýmsum kenningum var varpað fram um hvað kom fyrir en áverkar voru meðal annars á höfuðkúpunni og veltu ýmsir því fyrir sér hvort úlfar hefðu numið drenginn á brott. Þá var ekki útilokað að hvarf hans hefði verið af mannavöldum. Enn önnur kenning var á þá leið að Émile hefði orðið fyrir vinnuvél á svæðinu þar sem uppskerutími var þegar hann hvarf.

Það var amma Émile sem hringdi í lögregluna þann 8. júlí 2023 og tilkynnti hvarf hans. Hún sagði að Émile hafi sofið fram undir klukkan 17. Þegar hún hringdi í lögregluna klukkan 18.12 hafði hún leitað hans í 45 mínútur og virt hann hafa ráfað burt.

Lögregla telur hins vegar að líki drengsins hafi verið komið fyrir og geymt í umhverfi sem kemur í veg fyrir rotnun, frosti þá að öllum líkindum. Rannsókn á beinum drengsins og fötunum sem hann klæddist leiddu í ljós að þau höfðu verið í einhvers konar „vernduðu umhverfi“ áður en þau fundust. Þá voru ummerki um þung högg á höfuðkúpunni.

Lögregla hefur rætt við 287 vitni í málinu og hefur yfirmaður lögreglu sagt að fimmtán lögreglumenn hefðu unnið öllum stundum að rannsókn málsins síðan í júlí 2023.

Le Parisien greindi frá því í síðustu viku að lögregla hefði meðal annars hlerað síma nánustu aðstandenda Émile mánuðum saman áður en hún lét til skarar skríða og handtökurnar fóru fram. Þeim fjórum sem handteknir voru hefur verið sleppt úr haldi og hefur engin formleg ákæra litið dagsins ljós enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum