fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segjast ekki vera að reka þvottahús en Heilbrigðiseftirlitið segir annað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 10:30

Þetta snotra þvottahús tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað stöðvun starfsemi þvottaþjónustu fyrirtækisins Hreint í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafði tekið ákvörðun um að stöðva starfsemina á grundvelli þess að ekkert starfsleyfi væri til staðar. Fyrirtækið segir hins vegar starfsemina ekki vera starfsleyfisskylda og að það væri ekki í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að skilgreina lítinn hluta starfsemi fyrirtækisins sem þvottahús. Verður stöðvuninni frestað þar til meðferð málsins lýkur hjá nefndinni.

Heilbrigðiseftirlitið hafði sent fyrirtækinu tölvupóst í júní 2024 og bent því á að enn hefði ekki borist umsókn um starfsleyfi fyrir þvottahús í starfsstöð þess í Kópavogi. Nokkur tölvupóstsamskipti áttu sér stað í kjölfarið. Fyrirtækinu var tilkynnt með bréfi 7. mars 2025, að þrátt fyrir  andmæli þess stæði heilbrigðiseftirlitið við ákvörðun að starfsemin væri starfsleyfisskyld. Til að knýja á um það væri fyrirhugað að stöðva þvottahúsþjónustu starfseminnar yrði ekki sótt um starfsleyfi fyrir 31. mars, þ.e.a.s. daginn í dag.

Fyrirtækið kærði í kjölfarið ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar meðal annars á þeim grundvelli að ekki mætti sjá að ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins að fella starfsemina undir „þvottahús“ byggði á skýrum heimildum í lögum. Þá félli ákvörðun um að fella lítinn hluta starfseminnar undir skilgreininguna „þvottahús“ ekki undir meðalhófsreglu og ljóst sé að hægt væri að ná markmiðum og tilgangi laganna á vægari hátt.

Þvottaþjónusta

Á heimasíðu fyrirtækisins er tíundað hvers konar þjónustu það býður upp á og virðist það einkum vera ræstingar og hvers kyns hreingerningar. Meðal þess sem fyrirttækið býður upp er „þvottaþjónusta“ en í kynningu segir að í henni felist að viðskiptavinir leigi vörur fyrir kaffistofur og salerni sem Hreint sér síðan um að þvo. Miðað við meðfylgjandi mynd virðist þar einkum vera um að ræða handklæði, viskustykki, tuskur og þess háttar. Hvort Heilbrigðiseftirlitið sé að krefjast starfsleyfis fyrir þennan hluta starfseminnar er hins vegar ekki fyllilega ljóst.

Fór fyrirtækið fram á að stöðvun starfseminnar yrði frestað á meðan ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins væri til skoðunar hjá nefndinni. Mótmælti Heilbrigðiseftirlitið því ekki.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varð við því að fresta stöðvun starfseminnar á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni meðal annars á þeim grundvelli að um íþyngjandi ákvörðun sé að ræða sem beinist aðeins að Hreint og engar knýjandi ástæður séu til staðar sem valdi því að varhugavert sé að bíða niðurstöðu nefndarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu