fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Stóð ekki á sama yfir aðstæðum í Kópavogi: Ekki tekið í mál í öðrum löndum – „Af hverju í ósköpunum?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. mars 2025 08:30

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann KA í uppgjöri Íslands- og bikarmeistara í gær. Það er óhætt að segja að aðstæður hafi ekki verið upp á marga fiska á köflum í leiknum.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Blika og tóku þeir við bikarnum í leikslok. Eins og landsmenn tóku vafalaust eftir í gær skall á óveður seinni partinn í gær og fóru leikmenn á Kópavogsvelli ekki varhluta af því.

Þetta var tekið fyrir í nýjasta þætti Dr. Football, þar sem leikurinn var gerður upp.

„Í lokin voru hörku þrumur og eldingar, leikmenn enn þá þarna úti. Ég vil aldrei stoppa leik en það er eitthvað við þrumur og eldingar,“ sagði þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Jóhann Már Helgason og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í setti og telja að leikurinn hefði átt að vera færður inn í eitthvert knatthúsanna í nágrenninu.

„Nú erum við með húsin. Af hverju í ósköpunum var þessi leikur ekki færður inn þegar við sáum í hvað stefndi?“ spurði Jóhann áður en Arnar tók til máls.

„Þessi leikur hefði aldrei farið fram í Bandaríkjunum, til dæmis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina