fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 10:00

Magnús Karl Magnússon: Mynd: Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands fór fram á fimmtudag 27. mars. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor. Silja Bára hlaut 50,7 % atkvæða og hlýtur tilnefningu í embætti rektors. Háskólaráð annast tilnefninguna til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og verður hún til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins fimmtudaginn 3. apríl. Það kemur svo í hlut ráðherra að skipa Silju Báru háskólarektor frá 1. júlí 2025 til 30. júní 2030.

Jón Ólafsson prófessor við HÍ og stuðningsmaður Magnúsar tjáir sig um kjörið og segir hann það hafa sett svartan blett á hvernig margir kollega hans hafi komið óorði á Magnús.

„Barátta okkar var prúðmannleg – það var mjög skýrt prinsipp að gera hvorki lítið úr mótframbjóðendum né reyna að grafa undan þeim – þannig var það í báðum umferðum.  Þrátt fyrir tap er þessi samhenti hópur ánægður með að sína frammistöðu, sinn mann og þau málefni sem hann setti á oddinn.

Ég verð hins vegar að viðurkenna það hefur valdið mér undrun og sett mig út af laginu að sjá hvernig sumir kollegar mínir, þar á meðal fólk sem ég hef hingað til haft nokkurt álit á, reyndu síðustu vikurnar og sér í lagi dagana fyrir kjörið að koma óorði á Magnús, dreifandi rógi, rangfærslum og hreinu níði um hann og um leið okkar góða hóp,“

skrifar Jón í færslu á Facebook með yfirskriftinni Svartur blettur?

Segir hann magnað að hafa tekið þátt í kjörinu, þar sem tugir nemenda og starfsmanna lögðu mikið á sig í kosningabaráttunni sem einkenndist af gleði og einlægum áhuga á velferð Háskólans. Sjálfur sé hann staddur í löngu skipulagðri fyrirlestraferð sem hann fór í áður en kjörinu lauk og hafi því ekki náð að fylgja til enda þeim frábæra hópi fólks sem síðustu mánuði hefur stutt Magnús við undirbúning rektorskosninga. 

„Vonbrigði okkar sem studdu hann eru að sjálfsögðu allnokkur – en það er gaman að segja kollegum hér vestanhafs frá því að í mínum háskóla sé rektorinn raunverulega kosinn af nemendum og starfsfólki.“

Í athugasemdum við færsluna kemur fram að á opnum fundi sem Magnús hélt á Þjóðminjasafninu 25. mars var hann þráspurður um plastbarkamálið. Magnús var þá deildarforseti læknadeildar HÍ. Málið snýst um að plastbarki var græddur í Andemariam Beyene, sjúkling af Landspítalanum, í tilraunaskyni 2011, en hann lést síðar kvalafullum dauðdaga. Sá sem leiddi aðgerðina, ítalski læknirinn Paolo Macchiarini, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraunaaðgerðir sínar í Svíþjóð. 

Jón Óskar Silju Báru til hamingju með sigurinn og beinir orðum sínum til hennar og vonar að hún:

„átti sig á að hún ein getur hindrað ómaklegar aðdróttanir – og vilji hún ná til þess stóra hóps sem kaus Magnús ætti hún ekki að bíða með að stíga fram. Ég vona einlæglega að þessar kosningar sem að langmestu leyti voru góð lýðræðisleg upplifun leiði ekki til klofnings innan háskólans vegna þess að einhver hópur fólks getur ekki hamið sig. Það væri svartur blettur á lýðræðinu innan skólans okkar, þjónar ekki hagsmunum hans og síst verðandi rektors.“

Alda Björk Valdimarsdóttir prófessors í HÍ tekur undir orð Jóns: 

„Tilgangurinn með því að draga þetta viðkvæma og erfiða mál fram í dagsljósið korter í kosningar, var að rífa niður ímynd frambjóðandans og gefa til kynna misbeitingu valds, skort á skilningi á mannhelgi og almennu siðferði. Hvað kollegunum gekk til vita allir. Þetta niðurrif virkaði eflaust og er varla sæmandi framkoma, ef við viljum kalla okkur menntatofnun. (Mínir fimm aurar).“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina