fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. mars 2025 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Niðurstöður úr sýnatökum sem bárust fyrr í dag benda til að lyktar- og bragðgallar vatnsins orsakist af mengun úr jarðvegi. Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns en ekki öryggi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi“.

Þetta kemur fram í orðsendingu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem birt var á vef Hveragerðisbæjar varðandi stöðuna á neysluvatni bæjarins.

Talsverð umræða hefur verið meðal íbúa Hveragerðis að skrýtin lykt og bragð hafi verið af vatninu sem kemur úr krönum bæjarins. Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að málið sé vel vaktað og regluleg sýni eru og verða áfram tekin og rannsökuð. Áfram sé unnið að því að greina hvað orsakaði bragð- og lyktargalla í neysluvatninu með margskonar prófunum, athugunum og útskolun úr vatnsveitukerfi bæjarins. Sú vinna sé í forgangi hjá bænum.

Þá er tekið fram að útskolun úr kerfinu geti tekið einhvern tíma og er þeim sem það kjósa bent á að nota flöskuvatn á meðan það stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Í gær

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík