fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Eyjan
Laugardaginn 29. mars 2025 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, telur það aðeins tímaspursmál þar til að bandarískir ráðamenn fari að beina sjónum sínum að Íslandi og mikilvægi þess að stýra hér för. Þetta kemur fram í grein sem Baldur birti á Facebook-síðu sinni í morgun en þar segir hann að Ísland gæti orðið leppríki Bandaríkjanna í nánustu framtíð.

„Það kæmi ekki á óvart að krafa nýrra valdahafa yrði afdráttarlaus: Ísland á að vera leppríki Bandaríkjanna – rétt eins og önnur ríki á áhrifasvæði þess,“ skrifar Baldur.

Hann segir að stóra spurningin sé nefnilega sú hvort að Bandaríkjamenn muni brátt stíga fram með þá kröfu að Ísland snúi sér alfarið að Bandaríkjunum og hverfi frá nánari varnar- og efnahagssamvinnu við önnur Evrópuríki.

„Nýjir valdhafar telja að Evrópusambandið vinni gegn hagsmunum Bandaríkjanna og að Grænland eigi að tilheyra Bandaríkjnum. Í ljósi þessa kæmi ekki á óvart að bandarísk stjórnvöld beittu sér gegn því að Íslandi tæki aftur upp aðildarviðræðurnar við ESB,“ skrifar Baldur.

Hér má lesa greiningu hans í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“