fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Eyjan
Laugardaginn 29. mars 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægustu bræður Íslandssögunnar eru þeir Gísli, Eiríkur og Helgi frá Bakka í Svarfaðardal eða Fljótum. Ég heimsótti nýlega skemmtilegt lítið kaffihús á Dalvík sem kennir sig við þá bræður sem sýnir að þeir lifa góðu lífi í þjóðarsálinni.

Íslensk fyndni er þekkt fyrir að draga dár að jaðarhópum í samfélaginu. Mikið er til af sögnum um utangarðsfólk og sveitarómaga sem fólk henti gaman að. Þjóðin dásamaði ekki fjölbreytileikann heldur hló að honum. Gísli, Eiríkur og Helgi voru taldir heimskir og hafðir að háði og spotti í liðlega 200 ár. Þeir voru frægir fyrir alls konar kjánalæti og furðuleg tilsvör. Einhverju sinni reyndu þeir að bera sólskin inn í hús í húfunum sínum. Öðru sinni sátu þeir í fótabaði en þorðu ekki að fara upp úr vatninu af ótta við að fætur þeirra rugluðust saman. Slíkar sögur af þeim bræðrum eru mýmargar.

Engum vafa er undirorpið að þeir Bakkabræður voru lagðir í gróft einelti af hendi sveitunga sinna sem drógu þá sundur og saman í háði. Þeir voru greinilega á einhverju rófi eða andlega misþroska. Bræðurnir urðu skotspónn illgjarnrar alþýðu og eineltið hélt áfram langt út yfir mörk lifenda og dauðra.

Ég tel að þeir bræður eigi kröfu um uppreisn æru vegna þeirrar meðferðar sem þeir máttu sæta í þjóðarvitundinni. Ríkisstjórnin með nýjan menningar- og skólaráðherra í forsvari verður að sjá til þess að þetta einelti endurtaki sig ekki. Gáfaðir rétthugsandi rithöfundar eiga að endursemja sögurnar af Bakkabræðrum sem hæfa nútímanum. Gömlu sögurnar verður að banna og fjarlægja úr bókasöfnum ásamt hinni meinfýsnu íslensku fyndni. Forseti lýðveldisins ætti að búa til nýja orðu kennda við Bakkabræður, Bakkaorðuna, sem yrði veitt fyrir framúrskarandi framlag í þágu menningararfs þjóðarinnar. Bakkabræður yrðu þá ekki lengur aðhlátursefni heldur riddarar kærleikans eins og frú Tomas forseti myndi orða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið
EyjanFastir pennar
27.02.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust