fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. mars 2025 17:00

Guðmundur var deildarstjóri réttargeðdeildar á Kleppi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis og íslenska ríkið hafa verið sýknuð af kröfu Guðmundar Sævars Sævarssonar, fyrrverandi deildarstjóra öryggis og réttargeðdeildar Landspítalans á Kleppi. Guðmundur krafðist 10 milljón króna miskabóta vegna tjóns af miðlun persónuupplýsinga.

Mál Guðmundar voru til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2021. Það er RÚV greindi frá því að hann væri kominn í ótímabundið leyfi frá störfum að beiðni stjórnenda Landspítala vegna ábendinga fyrrverandi og núverandi starfsmanna um aðbúnað og starfsaðstæður. Aðrir fjölmiðlar, meðal annars DV og Morgunblaðið fjölluðu einnig um málið á sínum tíma.

Til grundvallar lá greinargerð samtakanna Geðhjálpar þar sem fjallað var um ofbeldi, lyfjaþvinganir, ógnarstjórnun og mikinn samskiptavanda á réttargeðdeildinni. Síðar var samið um starfslok við Guðmund, sem átti 25 ára starfsreynslu að baki, en hann var afar ósáttur og taldi frásagnir starfsmanna ósannar og að hann hafi verið gerður að blóraböggli í málinu.

Persónuvernd tók u-beyju

Guðmundur höfðaði mál gegn embætti landlæknis og ríkinu síðastliðinn júní vegna miðlunar persónuupplýsinga. Krafðist hann 10 milljón króna í miskabætur vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna hennar. En áður hafði hann kvartað til Persónuverndar vegna miðlunar persónuupplýsinga til Geðhjálpar. Það er vegna bréfs sem innihélt upplýsingar um að hann væri kominn í ótímabundið leyfi og annar tekinn við starfi hans.

Sjá einnig:

Guðmundur Sævar farinn í ótímabundið leyfi – Ofbeldi, lyfjaþvinganir og ógnarstjórnun

Persónuvernd úrskurðaði 22. desember árið 2022 að vinnsla landlæknisembættisins samrýmdist ákvæðum laga og væri nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvíldi á embættinu. Geðhjálp ætti aðild að stjórnsýslumáli hjá embættinu og því yrði að virða lögbundinn upplýsingarétt.

Guðmundur kvartaði til Umboðsmanns Alþingis, bæði vegna þess að landlæknisembættið hefði veitt Geðhjálp stöðu eftirlitsaðila og yfir því að Persónuvernd hefði ekki sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki á fullnægjandi hátt. Var Persónuvernd gert að taka málið upp að nýju með áliti 28. ágúst 2023. Í síðari úrskurði Persónuverndar, frá 29. febrúar 2024, kom fram að Geðhjálp hafi ekki verið aðili máls og hafi ekki átt rétt á áðurnefndum upplýsingum.

Gríðarleg umfjöllun

Þann 12. mars árið 2024 krafðist Guðmundur miskabóta frá landlæknisembættinu sem var hafnað með bréfi um sumarið.

Taldi Guðmundur að um meingerð væri að ræða og að einkalíf hans og æra njóti stjórnarskrárvarðra réttinda sem hefðu verið brotin. Umfang tjónsins hafi verið verulegt í ljósi þeirrar gífurlegu fjölmiðlaumfjöllunar sem spannst um málið í kjölfar miðlunarinnar.

Landlæknisembættið og ríkið töldu skilyrðum skaðabótaábyrgðar ekki fullnægt í málinu. Guðmundur hefði ekki sannað að meint tjón hans mætti rekja til miðlunar upplýsinga til Geðhjálpar um að hann væri kominn í ótímabundið leyfi. Landlæknisembættið sé ósammála því sem komi fram í úrskurði Persónuverndar og telji að miðlunin hafi farið fram í lögmætum tilgangi.

Ekki þagnarskylda um hver sé deildarstjóri

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að almennt ríki engin þagnarskylda um það hverjir teljast starfsmenn opinberrar stofnunar. Sé stjórnandi deildar opinberrar stofnunar í leyfi og því ekki við störf séu slíkar upplýsingar ekki háðar þagnarskyldu.

Sjá einnig:

Ósáttur deildarstjóri réttar- og öryggisgeðdeilda enn í leyfi – „Það virðast vera þakkirnar eftir 25 ár“

„Rétt eins og forstöðumanni geðþjónustuLandspítala var heimilt að upplýsa í svari til fjölmiðla 31. maí 2021 að stefnandi hefði þegið boð um að fara í leyfi meðan skoðun stefnda embættis landlæknis stæði yfir var téðum stefnda heimilt að veita almenningi, þar á meðal landssamtökum þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða, upplýsingar um það hverjir veiti réttar-og öryggisgeðdeild forstöðu, sem og það hvort þeir séu við störf eða í leyfi frá störfum og þá eftir atvikum hverjir sinni nú starfinu í þeirra stað,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var landlæknisembættið og ríkið sýknað en málskostnaður felldur niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel