fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Eyjan
Föstudaginn 28. mars 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrjöld geisaði á Íslandi um síðustu helgi. Þjóðin í fullum herklæðum gekk fram til orrustu. Ríkisstýrt slúður úr Efstaleiti lagði línurnar og þá var fjandinn laus, engu eirt, og nú liggur fyrrum ráðherra og fjölskylda hennar í valnum. Vel gert, Ísland!

Margir völdu sér hlutverk siðapostula og lögðu sig fram við að hneykslast, sverta og særa. Að koma fólki í stöðu hins útskúfaða á mettíma er ofbeldisverk af bestu skúffu. Þjóðarátak í ofbeldi væri réttnefni!

Siðfræðingur lét hafa eftir sér að kona sem eignast barn með lögráða einstaklingi hafi sýnt dómgreindarleysi með því að gefa kost á sér í ábyrgðarstöðu. Maður kemur ekki að tómum kofanum í Háskóla Íslands.

Hvað skal segja um annálaðar kjarnakonur á þingi sem hörfuðu eins og silfurskottur þegar óígrundað og ómaklega var vegið að kyn- og starfssystur þeirra?

Aldrei vitum við fyllilega hvað gengur á í lífi annars fólks, og því eru allar ályktanir sem við drögum dæmdar til að vera rangar. Þegar við tjáum okkur af vandlætingu um líf annarra erum við einungis að opna fyrir beina útsendingu úr voru kvalda hjarta.

Í styrjaldarástandi síðustu helgar blæddu sár íslenskrar fortíðar í stríðum ástleysis og fordæmingarstraumi í garð náungans.

Annar ráðherra varð skotspónn almennings í vikunni sem leið, kjöldreginn og smættaður fyrir að tala bága ensku þótt það segi ekkert um hæfni hans sem ráðherra. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Við höfum hingað til treyst mælskum og fluglæsum fyrir menntamálunum án sýnilegs árangurs. Kannski er komin tími á aðra nálgun?

Sár gróa aðeins ef þau eru læknuð heima fyrir. Með því að finna til með sjálfum sér, þrátt fyrir allt sem liðið er, hættum við að dæma lífshlaup annarra. Þá skiljum við að þjáningin er sameign sem við ættum að fara með af alúð eins og annað sem í sameign er.

Ofbeldi er íslensk íþróttagrein – en aðeins með sjálfslækningu kemst þjóðin af þeim arma velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu

Steinunn Ólína skrifar: Í fangi friðsællar Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
EyjanFastir pennar
27.02.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Rofið traust
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!