Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM.
Raphinha gaf það út fyrir leik að Brasilía myndi ‘rústa’ Argentínu í þessum leik sem gerðist svo sannarlega ekki.
Vængmaðurinn er á mála hjá Barcelona en hann fékk mikinn skít frá leikmönnum Argentínu eftir leik og var augljóslega pirraður.
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, sýndi meiri þroska en leikmenn sínir er hann mætti þeim brasilíska.
Scaloni ræddi stuttlega við Raphinha eftir leik og gaf honum gott faðmlag eins og má sjá hér.
🫂✨ Lionel Scaloni and his big hug to Raphinha after Argentina-Brazil game. pic.twitter.com/qbJPSYVfNV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2025