fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn sunnudag var dagur Norðurlanda en hann er 23. mars ár hvert og er ætlunin með honum að fagna norrænni samvinnu. Í tilefni dagsins birtu sendiráð Norðurlandanna í Tékklandi myndband á Instagram sem á með táknrænum hætti að sýna þróun norrænnar samvinnu í gegnum söguna. Athygli vekur að í myndbandinu kemur Ísland ekki fyrir á nokkurn hátt þótt það eigi í orði kveðnu að teljast til Norðurlandanna sem fimmta sjálfstæða ríkið í þeim hópi.

Í myndbandinu má sjá 3 ungar konur og einn ungan karlmann. Á karlinum má sjá fána Finnlands en á einni konunni fána Danmerkur, annarri fána Noregs og þeirri þriðju fána Svíþjóðar. Í upphafi myndbandsins slæst unga fólkið í léttum dúr til að sýna að áður fyrr hafi Norðurlöndin deilt mjög og átt í beinum átökum en myndbandið endar á því að allt er fallið í ljúfa löð og samvinnan ein ræður ríkjum eins og raunin er sögð vera í nútímanum. Enga manneskju má hins vegar sjá með fána Íslands á sér.

Fjögur en ekki fimm

Í texta við myndbandið, á ensku, segir að fortíð Norðurlandanna sé flókin en í dag sameinist þau um að byggja á lýðræði, frelsi, friði og velsæld. Segir einnig að svæðisbundin samvinna hafi aldrei verið eins mikilvæg og því þeim efnum leiði Norðurlöndin með fordæmi sínu. Í lok færslunnar eru Norðurlöndin auðkennd með myllumerkinu # hinu alþjóðlega merki sem notað er til að merkja færslur á samfélagsmiðlum með þeim einstaklingum, hópum, löndum o.s.frv. sem viðkomandi færsla snýst um.

Með þessum hætti eru merkt í færslunni Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð en ekki Ísland.

Við færsluna er rituð athugasemd undir merkjum Instagram-aðgangs danska sendiráðsins í Tékklandi. Í athugasemdinni segir að unga fólkið í myndbandinu sé allt starfsnemar í norrænu sendiráðunum í Tékklandi en þar sem Ísland sé ekki með sendiráð í landinu hafi verið ákveðið að hafa það ekki með, þótt það sé mikilvægur hluti af norrænu samstarfi.

Þó nokkrir gera athugasemdir við fjarveru Íslands í myndbandinu og benda á að hægt hefði verið að minnsta kosti að geta Íslands með myllumerki í lok færslunnar eins og hinna ríkjanna fjögurra.

Einn Íslendingur ritar athugasemd við færsluna á dönsku sem útleggst svo, í þýðingu DV:

„Dæmigert. Ísland er gleymda landið.“

Færsluna með myndbandinu má sjá hér fyrir neðan. Sjáist það ekki er ráð að endurhlaða síðuna eða opna hana í öðrum netvafra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík