fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Fókus
Fimmtudaginn 27. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson sagnfræðingur rifjar upp skemmtilega frásögn af því þegar hann og nokkrir fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri. Ástæðan var sú að Stefán var í hópi sem stofnaði vefrit og var markmið þess að vera með gamanmál.

„Við tyggðum okkur netfangið Mogginn-punktur-com. Ekki leið á löngu þar til við fengum reiðilegt símtal frá Árvakri þar sem við vorum kallaðir á fund með einhverjum yfirmanni og lögfræðingi og okkur hótað öllu illu, dómsmálum og skaðabótakröfum. Morgunblaðið ætti Mogga-nafnið og þetta væri því gróft brot,“ segir Stefán á Facebook-síðu sinni.

Hann segir að hópurinn hafi bent á að Árvakur væri vissulega með skráð vörumerkið Morgunblaðið, en öðru máli gilti um Mogga-heitið.

„Þetta taldi lögfræðingurinn engu máli skipta, þar sem blaðið ætti hefðarrétt á þessu gælunafni. Nema hvað að Morgunblaðið hafði alltaf tekið sig svo alvarlega að það notaði aldrei þetta Mogga-nafn. Eina dæmið sem lögfræðingar blaðsins gátu dregið fram var að um nokkurra ára skeið höfðu „Myndasögur Moggans“ birst á barnasíðum blaðsins. Það fannst okkur nú frekar rýr grunnur að hefðarrétti og veikt efni í dómsmál,“ segir Stefán.

Að lokum fór það svo að hópurinn nennti ekki að standa í þjarki og ákvað því að skipta um nafn.

„Ekki liðu nema örfáir dagar þar til að Morgunblaðið tilkynnti um opnun „Moggabúðarinnar“ þar sem hægt var að kaupa kaffimál og derhúfu með Morgunblaðsmerkinu ef ég man rétt. Það virtist nokkuð augljóst að lögfræðideildin hafði gefið út fyrirskipun um að treysta eignarhald félagsins á Mogganafninu betur í sessi. Og núna er Mogginn ekki lengur feiminn við að kalla sig Mogga,“ segir Stefán en í dag var greint frá því að Mogginn, nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, væri komið í loftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Megan Fox fædd – „Litla himnafræið okkar“

Dóttir Megan Fox fædd – „Litla himnafræið okkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!