fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Ársreikningur Vals: Börkur skildi vel við reksturinn á Hlíðarenda – Auknar tekjur vegna Gylfa vekja athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður knattspyrnudeildar Vals nam rúmlega 25 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi deildarinnar, sem hefur verið opinberaður.

Tekjur félagsins hækka töluvert milli ára, eða um meira en 50 milljónir, og námu þær rúmum 490 milljónum. Athygli vekur að tekjur frá miðasölu hækka frá um 11,5 milljónum 2023 í um 27 milljónir í fyrra. Gríðarlegt magn af ársmiðum seldist eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir síðustu leiktíð og útskýrir það væntanlega þessa miklu hækkun.

Helstu útgjöld voru laun og launatengd gjöld. Námu þau um 355 milljónum, en um 304 milljónum árið áður.

Knattspyrnudeild Vals hagnaðist þá um rúmlega 37 milljónir króna á leikmannasölum í fyrra.

Sem fyrr segir nam hagnaður deildarinnar rúmum 25 milljónum árið 2024. Börkur Edvardsson lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar eftir tímabil og tók Björn Steinar Jónsson við af honum. Töluverðar breytingar urðu á bakvið tjöldin en það er óhætt að segja að Börkur og hans fólk skili góðu búi.

Ársreikningurinn í heild sinni

Meira:
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina