Barcelona er á eftir Bart Verbruggen, markverði Brighton, ef marka má spænska blaðið Sport.
Sagt er að útsendarar Börsunga hafi fylgst með Verbruggen er hann lék með hollenska landsliðinu gegn því spænska á dögunum.
Verbruggen er aðeins 22 ára gamall en hefur heillað í marki Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Börsungar eru með Marc-Andre ter Stegen á mála hjá sér og er hann lykilmaður. Hann er þó tíu árum eldri en Verbruggen og væri verið að horfa til framtíðar með því að sækja þann síðarnefnda.