Arsenal mun reyna að fá Hugo Ekitike, framherja Frankfurt, í sumar samkvæmt nokkrum miðlum ytra í dag.
Flestir eru sammála um að Arsenal þurfi framherja, en það virðist ætla að reynast liðinu dýrkeypt í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn að eiga ekki alvöru níu.
Alexander Isak hjá Newcastle er þar efstur á blaði en hann kostar 150 milljónir punda og þarf Arsenal því að skoða fleiri kosti.
Nú er Ekitike, sem er með 19 mörk í öllum keppnum fyrir Frankfurt á leiktíðinni, sagður á blaði.
Arsenal er þó ekki eina félagið sem fylgist með gangi mála hjá honum en það gera Bayern Munchen, Manchester United, Liverpool og Newcastle einnig.
Ekitike var áður á mála hjá stórliði Paris Saint-Germain en tókst ekki að slá í gegn þar.