fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Deildarstjóri á Landspítalanum bað konu sem sjúkraliði áreitti afsökunar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem kvartaði yfir langvarandi kynferðislegri áreitni karlkyns sjúkraliða á Landspítalanum fékk í gær símtal frá deildarstjóra meltingar- og nýrnadeildar, þar sem hún var beðin afsökunar.

Nútíminn greinir frá.

Áreitið hófst er konan lagðist bráðveik inn á deildina í nóvember 2023 og hélt áfram löngu eftir útskrift hennar, þá með rafrænum hætti. Er hún lá ínni á deildinni kom maðurinn reglulega inn til hennar til að heilsa henni og daðra við hana. Hann hrósaði henni fyrir útlit hennar og snerti hana með óþægilegum hætti.

„Hann hrósaði mér í gríð og erg hvað ég væri falleg, með falleg augu, fallegt bros, skemmtileg, fyndin. Ég fékk hann til að brosa og hvað ég gerði daginn hans betri bara með því að hann væri sjúkraliðinn minn þann daginn,“ segir konan í viðtali við Nútímann.

Segir hún að þessi athygli hafi verið mjög óþægileg og hún hafi reynt að gefa til kynna með líkamstjáningu sinni að henni mislíkaði þessi framkoma. Er hún þurfti að fá aðstoð við að klæða sig og afklæða hafi hann starað á brjóst hennar.

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði,“ segir konan ennfremur.

Beðin afsökunar

Við vinnslu fréttar Nútímans vildi deildarstjóri meltingar- og nýrnadeildar ekki tjá sig um málið. Deildarstjórinn hafði hins vegar samband við konuna í gær og baðst afsökunar.

Yfirmaðurinn hennar Guðrúnar Yrsu, deildarstjóra meltinga og nýrnadeildar, var að hringja í mig og biðja mig afsökunar á þessu öllu saman. Við ætlum að hittast og ræða þessa hluti. Enda sagði hún að manni á að líða eins og maður sé öruggur, hvað þá á spítala, og hún þakkaði mér svo mikið fyrir að koma þessu á framfæri,“ segir konan í samtali við Nútímann.

„Það sem mér finnst verst er að fólk virðist hafa vitað af þessu en ekkert var gert,“ bætti hún við.

Fleiri starfsmenn Landspítalans höfðu samband við Nútímann í kjölfar birtingar fréttarinnar og vitnuðu um óeðlilega hegðun sjúkraliðans, sem er erlendur karlmaður. Virðist hegðun mannsins hafa verið lengi á vitorði margra innan Landspítalans, þar á meðal stjórnenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“