fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 22:00

Hér sjást eyrnalokkarnir í maga mannsins. Mynd:Orlando Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni tókst að endurheimta eyrnalokka, sem þjófur gleypti, eftir tveggja vikna bið. Verðmæti eyrnalokkanna er sem svarar til um 100 milljóna króna.

Maðurinn var handtekinn í Flórída, grunaður um að hafa stolið eyrnalokkunum úr verslun Tiffany og Co. Hann kom þangað inn og þóttist hafa áhuga á að kaupa eyrnalokka og demantshring fyrir hönd liðsmanns NBA liðs Orlando Magic.

Honum var fylgt inn í sérstakt herbergi þar sem hann gat skoðað skartgripina sen skömmu síðar stökk hann upp úr stól sínum greip skartgripina og ruddist út.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi séð skráningarnúmerin á bíl mannsins, á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Akstur hans var síðar stöðvaður í Washington County, í um 500 km fjarlægð frá verslun Tiffany og Co.

Þegar lögreglan ræddi við manninn sagði hann: „Ég hefði átt að henda þeim út um gluggann.“ Þegar hann hafði verið fluttur í fangelsi spurði hann fangaverðina: „Verð ég kærður fyrir magann minn?“.

Sumir eyrnalokkanna skiluðu sér fljótlega. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumenn vöktuðu hann og biðu eftir að restin af eyrnalokkunum skilaði sér. Það gerðu þeir að lokum og raðnúmer á þeim staðfestu að þetta voru eyrnalokkar sem var stolið úr versluninni.

Þjófurinn er nú í fangelsi í Orange County og bíður þess að mál hans verði tekið fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“