fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 04:11

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sex ár mætti verkfræðingurinn Joaquin García, sem býr á Spáni, ekki í vinnu. Hann hætti einfaldlega að mæta, því hann sagðist ekki hafa nein verkefni að glíma við  og þess utan væri hann lagður í einelti.

Enginn tók eftir fjarveru hans næstu sex árin, eða þar til nýlega þegar verðlauna átti hann fyrir langt starf hjá fyrirtækinu.

Hann fékk greidd laun öll þessi ár vegna mistaka hjá þeim tveimur deildum fyrirtækisins sem hann starfaði hjá. Eins og áður sagði er hann verkfræðingur og var hann ráðinn til að sjá um rekstur skolphreinsistöðvar í borginni Cadiz.

García, sem er nú farinn á eftirlaun, taldi sig sæta einelti í vinnunni vegna þátttöku fjölskyldumeðlima hans í stjórnmálum og þess vegna hafi hann verið settur til hliðar og látinn sjá um skólphreinsistöðina. Þegar hann fór þangað sá hann að þar var ekkert fyrir hann að gera.

Hann vildi ekki kvarta því hann taldi að það gæti komið í veg fyrir að hann fyndi annað starf. Hann ákvað því að „hætta hljóðlega“ og hætti einfaldlega að mæta í vinnuna.

Fyrirtækið taldi að hann væri að sinna vinnunni í skólphreinsistöðinni fyrir borgaryfirvöld sem töldu hins vegar að hann væri að vinna hjá fyrirtækinu og því hélt hann áfram að fá greidd laun.

García nýtti sér þetta til fulls og var bara heima og nýtti tímann til að lesa heimspeki.

Svona gekk þetta í sex ár, eða þar til hann átti að fá orðu fyrir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í 20 ár. Þegar byrjað var að leita að honum kom í ljós að samstarfsfólk hans hafði ekki séð hann árum saman.

García var síðar dæmdur til að greiða sem svarar til eins árs launa, eftir skatt, til vinnuveitandans. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki mætt í vinnuna í sex ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna

Kanadamenn minna á góðvild sína á dimmasta degi Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi