fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Innbrotahrina á Suðurnesjum – Stýrinu var stolið úr bíl Helga Snæs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Ásbrú og í Innri-Njarðvík kvarta (á Facebook) undan fjölgandi innbrotum að undanförnu. Helgi Snær Hilmarsson, íbúi á Ásbrú, greinir frá því að stýri hafi verið losað og fjarlægt úr bíl hans af gerðinni BMW.

Hann brýnir fyrir öllum að læsa bílunum sínum og kallar eftir mögulegum gögnum úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu.

Í samtali við DV segir Helgi Snær að hann hafi gleymt að læsa hjá sér bílstjóramegin, sú hurð sé biluð og hann þurfi að handlæsa henni. Helgi Snær segir tjónið bagalegt en mikilvægt sé að greina frá innbrotum í fjölmiðlum.

„Þetta er orðið mjög algengt hérna á Ásbrú og í Innri-Njarðvík, að brjótast inn í bíla og stela töskum, radarvara eða bara því fyrsta sem þjófarnir reka augun í og telja að þeir gætu grætt einhvern pening á, til dæmis stýrið mitt.“

Aðspurður segist Helgi ekkert hafa frétt af rannsókn málsins hjá lögreglu enda stutt síðan brotið var framið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir

Varstu að hugsa um að kaupa allar raðirnar í Lottó? – Þá erum við með slæmar fréttir