fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

RÚV og MAST bæði sýknuð í Brúneggjamálinu – 8 milljónir í málskostnað

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 15:42

Brúnegg fóru á hausinn eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað árið 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur sýknað RÚV og MAST í máli sem fjárfestingarfélögin Bali og Geysir höfðuðu vegna Brúneggjamálsins svokallaða. Með þessu var dómi Landsréttar í tilfelli MAST snúið við.

Dómur var kveðinn upp í málinu í dag. En Bali og Geysir höfðu krafist skaðabóta vegna umfjöllunar Kastljóss um aðbúnað hænsfugla í búi Brúneggja þann 28. nóvember árið 2016. Í kjölfarið að þættinum hrundi sala fyrirtækisins og það fór í þrot.

Báðar stofnanir voru sýknaðar í héraði en Landsréttur taldi MAST skaðabótaábyrgt vegna afhendingar ákveðinna gagna til RÚV. Þessu sneri Hæstiréttur við í dag.

„Varðandi varakröfu á hendur Matvælastofnun vegna afhendingar stofnunarinnar á gögnum til Ríkisútvarpsins taldi Hæstiréttur umfjöllun stofnunarinnar og athugasemdir við starfsemi Brúneggja ehf. teljast vera gögn sem hefðu haft að geyma upplýsingar sem hefðu átt erindi til almennings. Matvælastofnun hefði því verið skylt að afhenda gögnin á grundvelli upplýsingalaga,“ segir í tilkynningu Hæstaréttar.

Bala og Geysi var gert að greiða MAST 3 milljónir króna og RÚV 5 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“