Real Madrid er sagt til í að borga Liverpool til að fá Trent Alexander-Arnold frá Liverpool örskömmu áður en samningur hans rennur út.
Trent er á leið til Real á frjálsri sölu í sumar, en samningur hans rennur út 1. júlí og ætlar hann ekki að framlengja á Anfield.
Samkomulag er sagt svo gott sem í höfn og getur Trent gengið frítt til Real þann dag.
Nú herma fréttir að utan hins vegar að Real vilji fá bakvörðinn til liðs við sig fyrir HM félagsliða sem hefst í júní.
Er félagið til í að borga Liverpool 5 milljónir punda til að fá hann mánuði fyrr, en Real hefur leik á HM þann 18. júní gegn Al-Hilal. Í riðlinum eru einnig Pachuca frá Mexíkó og Red Bull Salzburg frá Austurríki.