fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. mars 2025 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina 29.–30. mars fer fram nýjung í dagskrá HönnunarMars: Saman HönnunarMarkaður. Þar tekur Visteyri þátt með hringrásar pop-up markaði og leiðir saman krafta sína við nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins. Í sameiningu bjóða þau gestum að versla úrval af íslenskum hönnunarflíkum – bæði notuðum og nýjum.

„Við erum ótrúlega spenntar að taka þátt í Saman HönnunarMarkaði í ár. Visteyri hefur komið þúsundum flíka í hringrásina nú þegar og því fannst okkur það virkilega spennandi að vinna með þessum stóru vörumerkjum í hringrásarverkefni.“ segir Elfa Rós Helgadóttir, stofnandi Visteyri.

Á markaðnum verður hægt að finna einstakar prótótýpur, prufur, eldri lager og fleira á frábæru verði frá vörumerkjum eins og 66°Norður, Feldi, Farmers Market, Sage by Saga Sif og Anti Work by And Anti Matter – flíkur sem fáir, ef nokkrir, hafa áður séð.

„Það er svo gaman að sjá að stærri vörumerki eru farin að tileinka sér hringrásarhugsun og nýta svona vettvang til að gefa flíkum annað líf. Þessi markaður verður algjör gullnáma fyrir þá sem elska einstakar flíkur“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, stofnandi Visteyri.

Að auki munu þeir sem sækja markaðinn finna stútfulla bása af íslenskum hönnunarflíkum frá Visteyri samfélaginu og vintage gersemum frá verslununum Brot Vintage, Wabi Sabi Vintage, Pons Vintage, Mino og Björkin Vintage.

Markaðurinn fer fram í Portinu í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, og verður opinn frá kl. 11–17 föstudaginn 29. og laugardaginn 30. mars. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“