Alphonso Davies, lykilmaður stórliðs Bayern Munchen, sleit krossband með kanadíska landsliðinu í landsleikjahléinu.
Bakvörðurinn meiddist í leik gegn Bandaríkjunum á dögunum og nú er ljóst að um krossbandsslit er að ræða. Davies verður því frá í hálft ár hið minnsta.
Þetta er mikill skellur fyrir Bayern sem er að berjast um að endurheimta þýska meistaratitilinn og er enn í Meistaradeild Evrópu. Þá er liðið á leið á HM félagsliða í sumar.
Hinn 24 ára gamli Davies skrifaði nýlega undir nýjan samning við Bayern til 2030, en hann hafði verið sterklega orðaður við Real Madrid.