fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Hópamyndun ungmenna í gærkvöldi: Lögreglumaður kýldur og annar bitinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 07:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með eftirlit með hópamyndun ungmenna við verslunarkjarna í gærkvöldi. Um var að ræða lögreglumenn í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að eitt ungmenni hafi haft sig mest í frammi og gekk það öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá.

„Ungmenni kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa í handjárn. Svo fundust fíkniefni á viðkomandi,“ segir lögregla.

Í sama umdæmi var tilkynnt um ungmenni í sjoppu með ónæði en þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang.

Þá komst 17 ára ökumaður í hann krappan í umdæmi lögreglustöðvar 1 eftir að tilkynnt var um að hann hefði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Dekk var sagt hafa sprungið og bifreiðin endað á vegriði. Hún var óökufær á eftir en ökumaður óslaður. Þar sem ökumaðurinn ungi er einungis 17 ára voru foreldrar upplýstir um málsatvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Í gær

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina