Brasilíska goðsögnin Ronaldo varð ansi pirraður á sínum tíma er hann hafði boðið fyrrum liðsfélaga sínum Vampeta í heimsókn.
Þessir menn þekktust mjög vel á sínum leikmannaferli og léku saman með bæði Brasilíu og Inter Milan.
Ronaldo hafði fjárfest í rándýra vínflösku sem var til sýnis heima fyrir en hún kostaði í kringum 1,4 milljónir króna.
Það var ekki að flækjast mikið fyrir Vampeta sem ákvað að opna flöskuna og var Ronaldo gapandi hissa yfir þeirri hegðun.
,,Ég keypti rándýra flösku af Petrus víni. Ég fór með það heima með því markmiði að eiga það – fyrir það sem það var, frægasta vín heims,“ sagði Ronaldo.
,,Ég ætlaði aldrei að opna flöskuna því hún var stimpluð á árið 1500.“
,,Ekki löngu seinna eftir að hafa opnað flöskuna byrjaði hann að setja klaka í hvert glas. Ég trúði ekki mínum eigin augum – þetta var vín til sýningar.“