fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Mette Frederiksen harðorð í garð Bandaríkjamanna vegna Grænlandsheimsóknar – „Óásættanlegur þrýstingur“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. mars 2025 20:30

Mette Frederiksen vill ekki sjá heimsókn Bandaríkjamannanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir fyrirhugaða heimsókn Ushu Vance og fylgdarliðs hennar, óásættanlega ögrun. Þetta sé ekki það sem Grænlendingar vilji eða þurfi.

„Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem settur er á Grænland og Danmörku í þessu máli. Og þetta er þrýstingur sem við munum veita viðnám,“ sagði Frederiksen í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 í dag, þriðjudaginn 25. mars.

Hvíta húsið tilkynnti að bandarísk sendinefnd, leidd af Ushu Vance, eiginkonu varaforsetans J.D. Vance, kæmi til Grænlands á fimmtudag og yrði fram á sunnudag. Í fylgdarliðinu verður einnig Mike Waltz þjóðaröryggisfulltrúi.

Ekki hægt að líta á sem einkaferð

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hann vilji innlima Grænland og hefur ekki útilokað að beita hervaldi til þess. Það er að ráðast á Dani. Hefur þetta sett öll samskipti landanna á haus, sem og NATO samstarfið í heild.

Af þessum sökum segja Danir, líkt og Grænlendingar sjálfir, að ekki sé hægt að líta fram hjá þeim skilaboðum sem felast í heimsókn Vance.

„Það er ekki hægt að skilgreina ferð opinberra fulltrúa sem einkaferð. Trump forseta er alvara. Hann vill fá Grænland. Þess vegna er ekki hægt að sjá þessa heimsókn í neinu öðru ljósi,“ sagði Frederiksen. „Þetta er klárlega ekki heimsókn sem snýst um hvað Grænland þarf eða hvað Grænland vill. Þess vegna, hvernig sem á málið er litið, er þetta óásættanlegur þrýstingur á Grænland, grænlenska stjórnmálamenn og grænlensku þjóðina, en einnig á Danmörku og þess vegna konungdæmið allt.“

Grænlendingar vilja frið til stjórnarmyndunar

Frederiksen er ekki ein um þetta. Múte Borup Egede, forsætisráðherra Grænlands þar til ný ríkisstjórn verður skipuð, sagði heimsóknina erlenda íhlutun í málefnum Grænlands. Kallaði hann eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins til að standast þennan þrýsting.

„Svo því sé haldið til haga þá hefur grænlenska ríkisstjórnin ekki boðið neinum í heimsókn, hvorki opinbera né einkaheimsókn,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Núverandi ríkisstjórn er starfsstjórn sem starfar þar til ný ríkisstjórn er mynduð og við höfum beðið öll lönd að virða þetta ferli.“

Trump laug um boð

Eins og segir í frétt breska blaðsins The Guardian um málið þá lítur Trump málið öðrum augum. Sagði hann ranglega að sendinefndinni hefði verið boðið. Það er að grænlenskir „fulltrúar“ hefðu boðið þeim. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Trump lýgur um málefni Grænlands. „Fólk frá Grænlandi er að biðja okkur um að koma þangað,“ laug hann á mánudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“