The Independent skýrir frá þessu og segir að samkvæmt ákærunni þá hafi kynferðisofbeldið átt sér stað á heimili konunnar og eiginmanns hennar á árunum 2023 og 2024. Er hún sögð hafa misnotað drengi, allt niður í 13 ára aldur, kynferðislega.
Saksóknari segir að hún hafi neytt drengina til að taka eiturlyf og drekka áfengi áður en hún neyddi þá til kynmaka. Hún hótaði þeim síðan að hún myndi taka eigið líf ef þeir segðu frá því sem hún gerði þeim.
Í ákærunni kemur einnig fram að hún hafi látið hóp drengja vera með grímu, eins og var notuð í kvikmyndinni Scream, þegar hún neyddi þá til kynmaka við sig.
Hún er einnig ákærð fyrir að hafa sent nektarmyndir af sér til margra af drengjunum og að hafa greitt þeim fyrir að senda henni nektarmyndir.