fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Auka rétt til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga – „Aukið álag að eignast tvö börn í stað eins“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. mars 2025 17:30

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof á Alþingi í dag. Réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verður aukinn.

„Með þessu frumvarpi er stigið stórt skref í þá átt. Frumvarp þetta leggur til aukinn rétt mæðra sem glíma við veikindi í tengslum við meðgönguna til orlofstöku. Þá er einnig lagt til að bæta hag fjölburaforeldra. Það fylgir því aukið álag að eignast tvö börn í stað eins, enda verkefnin tvöfalt fleiri en venjulega á meðan hendurnar til að vinna þau verk eru jafn margar,“ sagði Inga í pontu Alþingis þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.

Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

„Þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt. Eignist fólk tvíbura lengist orlofið um hálft ár, um tólf mánuði í tilfelli þríbura,“ sagði Inga.

Frumvarpið nær einnig til þeirra foreldra sem frumættleiða og þeirra sem taka fleiri börn en eitt í varanlegt fóstur á sama tíma.

„Með frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og móðir hafi af þeim völdum verið ófær um að annast barn sitt í fæðingarorlofi,“ sagði Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“