fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Pressan

Eiginkonan sækir um skilnað örfáum dögum eftir að skandallinn var afhjúpaður

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 19:30

Eichorn-hjónin á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona bandaríska stjórnmálamannsins Justin Eichorn hefur sótt um skilnað, örfáum dögum eftir að hann var handtekinn vegna gruns um að hafa reynt að kaupa vændi af ólögráða einstaklingi.

Hann var síðar ákærður fyrir tilraun til að tæla og þvinga ólögráða einstakling til vændis en slíkt brot getur varðað að lágmarki 10 ára fangelsi.

Justin, sem er fertugur, taldi sig vera í samskiptum við 17 ára stúlku en í raun og veru var hann í samskiptum við fulltrúa lögreglu. Hann hafði mælt sér mót við stúlkuna en þegar að því kom mætti hann lögreglumönnum sem handtóku hann. Nokkrir aðrir voru handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu.

New York Post greinir frá því að eiginkona hans, Brittany, hafi sótt um skilnað frá honum í gær. Þau eiga saman fjögur börn.

Justin var kjörinn í öldungadeild Minnesotaríkis árið 2016 fyrir Repúblikanaflokksins en hann sagði af sér í síðustu viku eftir að þrýst hafði verið á hann um afsögn.

Til stóð að sleppa Justin úr haldi í gær á meðan mál hans er til meðferðar en það var afturkallað þegar í ljós kom að hann hafði sett sig í samband við ónefnda konu í Grand Rapids á meðan hann var í haldi.

Bað hann konuna, sem mun vera samstarfskona hans, um að fara í íbúð hans í St. Paul og sækja þar meðal annars fartölvu. Lögregla hafði hlerað símtalið en við húsleit í íbúðinni fundust meðal annars skotvopn og skotfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán