fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Pressan
Sunnudaginn 30. mars 2025 07:30

Hér sést steinristan. Mynd:Marbella Town Council

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir fornleifafræðingar hafa fundið steinristu sem er talin sú elsta sem fundist hefur til þessa. Hún er líklega um 200.000 ára gömul og fundur hennar gæti orðið til þess að gjörbylta þekkingu okkar á tilvist manna í Evrópu.

Fornleifafræðingar tilkynntu um þessa merku uppgötvun en um einfalt „X“ er að ræða sem hefur verið rist á stein. Steinristan fannst við uppgröft í Cota Correa í Las Shapas í Marbella.

Áður höfðu sum af elstu steinverkfærunum, sem fundist hafa í Evrópu, fundist á þessum stað.

Steinblokkin, sem „X“ er rist á fannst 2022. Ristan staðfestir að fólk var í suðurhluta Spánar snemma á Mið-Steinöld. Aldrei fyrr hafa fundist ummerki um tilvist fólks á þessu svæði á þessum tíma.

The Independent segir að vísindamenn telji að ristan geti einnig verið sú elsta sem vitað er um að menn hafi gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár