fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 21:30

Bjór er oft seldur í sixpack.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju er bjór oftast seldur í sixpack? Af hverju eru ekki fjórir, átta eða jafnvel tólf bjórar í pakka? Svarið á sér sögulegar skýringar og um leið praktískar og er um leið svolítið kynjatengt.

Á fjórða áratug síðustu aldar var bjór aðallega drukkinn á börum og pöbbum. Nánast engum datt í hug að taka bjór með heim því það var sérstök athöfn að fara út úr húsi og njóta þess að drekka kaldan bjór beint af krana.

En þá átti byltingarkenndur atburður sér stað – Rafmagnsísskápar byrjuðu að verða algengir á heimilum fólks.

Nú gat fólk skyndilega geymt kaldan bjór heima hjá sér og brugghúsin urðu að bregðast við þessu og finna leið til að fá fólk til að kaupa bjór til að taka með heim.

Sagan segir að ákveðið hafi verið að setja bjórinn í sixpack því þá hafi verið auðvelt fyrir heimavinnandi húsmæður að bera hann heim. Já, þú last rétt – heimavinnandi húsmæður.

Á þessum tíma sáu konurnar yfirleitt um innkaupin og sex bjórflöskur var það magn sem þær gátu tekið með heim án þess að nöldra yfir.

Sixpack passaði einnig fullkomlega í ísskáp og nú var bjórinn kominn í seilingarfjarlægð á heimilinu.

Sixpack varð fljótlega standardinn í bjóriðnaðinum og síðan fylgdu gosdrykkjaframleiðendur á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Í gær

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman

Vendingarnar í máli Émile litla – Lögregla hleraði símana mánuðum saman