fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fréttir

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. mars 2025 19:30

Haukur Ægir Hauksson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Ægir Hauksson, 36 ára gamall tveggja barna faðir, bíður nú dóms í máli þar sem hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Réttarhöld í málinu voru í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn en dómur verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

DV hefur fjallað ítarlega um málið. Aðdragandi átakanna var sá að dóttir þáverandi kærustu Hauks hringdi í Hauk og móður sína og óskaði eftir að koma heim til Hauks. Sagðist hún vera farþegi í leigubíl. Hún var í greinilegu uppnámi og grét í símanum. Bíllinn sem flutti stúlkuna að heimili Hauks reyndist vera ómerktur og bílstjórinn var sýrlenskur skutlari, ekki eiginlegur leigubílstjóri. Er móðir stúlkunnar vitjaði um hana inni í bílnum greindi stúlkan henni frá því að bílstjórinn hefði brotið gegn henni kynferðislega.

Brotið telst sannað því Sýrlendingurinn var sakfelldur fyrir það í héraðsdómi og hlaut 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Áður hafði hann verið sakfelldur fyrir líkamsárás, brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum.

Átök brutust út á milli Hauks og kærustu hans annars vegar og bílstjórans hins vegar. Þau segja bílstjórann hafa tekið upp spýtu sem hann hafði geymt undir bílsæti og ráðist á þau með spýtunni. Maðurinn neitaði því að hafa beitt spýtu í átökunum en viðurkenndi að geyma spýtu í bílnum. Haukur og kærasta hans sögðu manninn hafa barði Hauk bylmingshöggi með spýtunni í höfuðið svo hann hlaut af stóra kúlu á ennið. Lögreglukona sem koma á vettvang og skrifaði frumskýrslu í málinu segist hafa séð kúluna á enni Hauks.

 

Myndin sýnir Hauk með kúluna rétt eftir átökin.

Hauki og kærustunni hans tókst að afvopna manninn spýtunni og Haukur tók hann kyrkingartaki sem hann hélt honum í þar til lögregla kom á vettvang. Sýrlendingurinn missti meðvitund í takinu og var fluttur á bráðadeild. Hann segist bera afleiðingar af árásinni enn í dag. Haukur var ákærður fyrir tilraun til manndráps og telur hann ákæruna fráleita. Hún byggir meðal annars á því að Haukur hafi neitað að losa tak sitt á manninum og lögreglukona sem kom á vettvang hafi þurft að losa um takið. Þessu harðneitar Haukur og bæði hann og lögmaður hans staðhæfa að upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sýni að hann hafi losað takið sjálfur. Einnig vitnar Sýrlendingurinn um að hann hafi náð andanum í taki Hauks. Einnig bendir Haukur á að það samræmist ekki vilja hans til að bana manninum að hann hafi gert allt sem hann gat til að fá lögreglu á vettvang.

Gefa lítið fyrir rökstuðning lögreglu

Haukur og lögmaður hans undrast uppgefnar ástæður lögreglunnar fyrir því að fella niður rannsókn á kæru Hauks gegn manninum fyrir líkamsárás. Í svarinu kemur meðal annars fram að Sýrlendingurinn hafi verið með lífshættulega áverka. Hið rétta er að hann var um tíma í lífshættulegu ástandi en ekki með lífshættulega áverka. Þar á er grundvallarmunur. Einnig segir lögregla að áverkinn, þ.e. kúlan, hefði getað komið til í átökum mannanna, þ.e. án þess að Sýrlendingurinn réðist á Hauk með spýtu. Einnig vegur í þessu mati að sögn lögreglu staðföst neitun Sýrlendingsins. Lögmaður Hauks bendir hins vegar á að Sýrlendingurinn hafi ekki neitað þessu heldur einfaldlega sagt að hann myndi ekki eftir slíkri árás.

Einnig gefur lögreglan sem rökstuðning að Haukur hafi ekki lagt fram áverkavottorð varðandi árásina. Lögregla kallaði samt til lækni til að skoða áverkana og skrifaði í skýrslu að þeir væru til staðar.

Þetta óvenjuilega mál hefur leitt að sér að einn maður var dæmdur fyrir kynferðisbrot og annar maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, vegna viðleitni sinnar til að halda kynferðisbrotamanninum föstum svo hægt væri að handtaka hann. Dæmdi kynferðisbrotamaðurinn var hins vegar ekki ákærður fyrir líkamsárás þó að allt bendi til þess að hann hafi þetta kvöld slegið mann í höfuðið með spýtu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leikskólakennarinn sem bjargaði deginum fyrir Frosta

Leikskólakennarinn sem bjargaði deginum fyrir Frosta
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auka rétt til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga – „Aukið álag að eignast tvö börn í stað eins“

Auka rétt til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga – „Aukið álag að eignast tvö börn í stað eins“
Fréttir
Í gær

Mega ekki afhenda Skattinum umbeðnar upplýsingar

Mega ekki afhenda Skattinum umbeðnar upplýsingar
Fréttir
Í gær

Telja að valkyrjurnar hafi hlaupið á sig og efa að Ásthildur snúi aftur á þing – „Ég horfi bara á bugaða manneskju“

Telja að valkyrjurnar hafi hlaupið á sig og efa að Ásthildur snúi aftur á þing – „Ég horfi bara á bugaða manneskju“