fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
433Sport

Lárus um Aron Einar: ,,Leave the game before the game leaves you“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. mars 2025 20:20

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rætt um Aron Einar Gunnarsson í kvöld á Stöð 2 Sport þar sem Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru sérfræðingar eftir landsleik Íslands við Kósovó sem tapaðist 3-1.

Aron átti ekki góðan leik í kvöld og fékk að líta rautt spjald í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná í hálfleik.

Aron er að sjálfsögðu goðsögn í íslenska landsliðinu og afrekaði frábæra hluti á sínum tíma en var ekki góður í þessum glugga að margra mati.

Lárus Orri sem er fyrrum landsliðsmaður hafði þetta að segja um Aron eftir leikinn í kvöld.

,,Þessi gluggi hjá Aroni var ekki góður. Hann var ekki góður í síðasta leik og hann var ekki góður í þessum leik heldur,“ sagði Lárus.

,,Það er erfitt að tala um þetta, það er erfitt að sjá Aron í þessari stöðu sem hann er í. Í þessum leik átti hann mjög erfitt uppdráttar – hann var búinn að vera inná í 15 mínútur og það var eins og hann væri gjörsamlega búinn á því.“

,,Ég segi það ekki bara við Aron heldur alla þessa stráka sem eru að spila, passið ykkur á því að ‘leave the game before the game leaves you.’ Þú hefur bara viss mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu og á endanum verður það ákveðið fyrir þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“

Fær lítið að spila en ákvað að kaupa sér hús í borginni – ,,Ég er svo viss um að ég muni ná árangri“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið

‘Kynþokkafyllsta konan’ vekur athygli í nýrri vinnu – Vakti heimsathygli fyrir útlitið
433Sport
Í gær

Stjörnublaðamennirnir taka undir tíðindin af Trent – Skiptin við það að ganga í gegn

Stjörnublaðamennirnir taka undir tíðindin af Trent – Skiptin við það að ganga í gegn
433Sport
Í gær

Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur – „Því hefur Arnar fengið að kynnast“

Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur – „Því hefur Arnar fengið að kynnast“