fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Tvíburabræður fundust látnir á fjallstoppi – Fjölskylda þeirra krefst svara

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 04:10

Qaadir og Naazir. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir áttu að vera í flugvél á leið til Boston til að heimsækja vini sína. En þess í stað fundust tvíburabræðurnir Qaadir og Naazir Lewis, sem voru 19 ára, látnir á toppi Bell Mountain. Þeir voru báðir með skotsár.

New York Post segir að fjölskylda þeirra neiti að sætta sig við skýringu lögreglunnar en hún segir að annar bróðirinn hafi skotið hinn og síðan svipt sig lífi.

Fjölskyldan telur þetta algjörlega útilokað. „Við þekkjum þá. Þeir myndu aldrei gera neitt þessu líkt. Að segja að þeir hafi gert hvor öðrum þetta? Nei. Það gerðist eitthvað þarna uppi á fjallinu og við viljum fá svör,“ sagði Yasmin Brawner, frænka þeirra.

Frændi þeirra, Rahim Brawner, sagði að bræðurnir hafi verið óaðskiljanlegir og að þeir hefðu aldrei unnið hvor öðrum mein.

Það var fjallgöngumaður sem fann lík bræðranna þann 8. mars. Þeir voru báðir með skotsár og flugmiðarnir til Boston voru í veskjum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús
Pressan
Í gær

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“

Myndband af furðulegu háttarlagi Musk í matarboði hjá Trump vekur athygli – „Elon, hvað í fjandanum ertu að gera?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“

Spjótin beinast að þjóðaröryggisráðgjafanum eftir ævintýralegt klúður með hernaðarleyndarmál – „Mike Waltz er fokking ingjaldsfífl“